50m riffill

50 metra rifflil er ein af greinum alþjóða skotsambandsins (ISSF). Hérna verður bæði fjallað um 50m liggjandi og 50m þrístöðu.

50 Metrar Liggjandi.

Greinin felst í því að skjóta liggjandi 60 skotum á 50 mínútum. Skotkífan er stöðluð. Skotið er með opnum sigtum, notast er við ól og má vera í sérstökum skotjakka ásamt ól til stuðnings. Riffillinn hefur fjóra snertifleti, lófa beggja handa, kinn og öxl. Ekki er heimlit að láta riffilinn hvíla á öðrum stuðningi s.s. tvífæti.

Greinarnar eru eins bæði í karla og kvennaflokki fyrir utan þyngdartakmarkanir á rifflunum, á alþóðavísu er þó stundum ekki keppt í kvennaflokki í þessari grein t.d. Olympíuleikum, en það er hinsvegar gert hérlendis.

Í 50 metrum liggjandi er skotið 60 skotum á 50 mínútum eða 60 mínútum ef um pappírsskífur er að ræða.

Í 50 metra rifflilgreinum er einungis heimilt að nota 22LR.

Skífan er minnst 250x250mm. Ysti hringurinn ( 1 sig) er 154,4mm í þvermál og tían er 10,4mm í þvermál. Innri hringur er í tíunni og er hann talinn sem X og ef stigin eru jöfn vinnur sá sem hefur fleirri X'ur.

Algengur skotbúnaður í þessari grein er góður og þungur 22LR markriffill með opnum diopter sigtum. Riffillinn má ekki vera þyngri en 8 kg í karlaflokki og 6,5 kg í kvennaflokki. Skotól sem hægt er að festa við skotmann, skothanski og skotjakki.

Þetta hjálpar allt skotmanni að stífa sig til og halda rifflinum stöðugum. Ekki má nota sjónauka á riffillinn né nokkurskonar linsur í sigtunum. Linsur eða gleraugu ásamt ýmsum filterum eru heimilar ef þau eru á skotmanni. Nákvæmar reglur um búnað og þessa grein er að finna í reglum alþjóða skotsambandsins ISSF og er þær að finna á síðunni undir sérsambönd.

50 Metrar Þrístaða.

Í karlaflokki í 50m þrístöðu er skotið 40 skotum liggjandi, 40 skotum í hnéstöðu og 40 skotum standandi, en í kvennaflokki er skotið 20 skotum í hverri stöðu. Tíminn í karlaflokki er 2 klst og 45 mín, en 1 klst og 45 mín í kvennaflokki.

Þetta er gríðarlega erfið grein þar sem bæði reynir á líkamlegt atgerfi og svo þol þar sem skotið er miklum fjölda skota á frekar löngum tíma.