Skotnámskeið í Skeet

Námskeið í skeet skotfimi. Sigurþór R. Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í skeet skotgreininni ætlar að vera með kennslu í skeet skotfimi fyrir félagsmenn. Námskeiðið er um 2.5 klst og er farið yfir helstu þætti skotfiminar. Þetta námskeið er ætlað byrjendum og lengra komna.

Þáttakendur koma með haglabyssu, hlífðargleraugu, eyrnaskjól og góða skapið. Einnig komi menn með skot en gert er ráð fyrri að hver skjóti 75 - 100 skotum að jafnaði. Minnum á að aðeins er heimilt að nota stálhögl á leirdúfuvellinum.

3-4 geta verið í einu á námskeiðinu og verður þessu því skipt í hópa og raðað niður þannig að það passi.

Verð fyrir námskeiðið er 7.500 kr. á mann og eru leirdúfurnar innifaldar í því.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hérna fyrir neðan og taka fram  hvaða tíma hentar viðkomandi. Lágmarksfjöldi á námskeið eru 3 og verður reynt að hafa 3-4 í hverjum hóp.

Tímarnir sem eru í boði eru kl. 10:00, 13:00, 16:00 og 19:00.

Viðburðurinn á facebook. ATH. að skráning fer fram á þessari síðu.

Dagsetning: 
Laugardagur, 4 júní, 2016 - 10:00 to Sunnudagur, 5 júní, 2016 - 21:45
Staðsetning: 
Skotæfingasvæðið
Geitasandi
851 Hella
:
Hvaða tíma er óskað eftir að vera á námskeiðinu. Reynt verður að raða eftir óskum, en miðað er við að ekki séu færri en 3 í einu í hverju holli.
Drupal spam blocked by CleanTalk.
CAPTCHA
Þessi spurning er til þess að prófa hvort að þú sért maður eða tölva
4 + 0 =
Leystu þetta einfalda reiknidæmi og settu inn niðurstöðuna. T.d. fyrir 1 + 3, settu inn 4.