Skotfimi 15-20 ára

Iðkenndur 15 til 20 ára geta æft á skotsvæðinu undir leiðsögn þjálfara með byssum sem skotfélagið á. Eftirfarandi er tekið úr skotvopnareglugerðinni

12. gr.
Skotfimi yngri flokka.

Lögreglustjóra er heimilt að veita viðurkenndu skotfélagi leyfi til æfinga og keppni í yngri flokki (15-20 ára), enda tilnefni félagið sérstaka leiðbeinendur sem ábyrgð beri ásamt stjórn félagsins á viðkomandi flokki. Leiðbeinandi skal vera handhafi leyfis fyrir samskonar vopni og hann leiðbeinir um notkun á.

Leyfi samkvæmt 1. mgr. er bundið við eftirtalda flokka og vopn:

1. Riffill: markloftriffill, cal. 4,5.

2. Haglabyssa: tvíhleypt markhaglabyssa, nr. 12 eða minni. 

3. Skammbyssa: markloftskammbyssa, cal. 4,5.

4. Riffill með hlaupvídd 5,6 mm (cal. 22LR).

Leyfi samkvæmt grein þessari er bundið við æfingar og keppni á viðurkenndum skot-svæðum. Skotvopn samkvæmt ákvæði þessu skulu vera í eigu viðkomandi félags.