BR50 mótið 7. júní 2018

BR50 mót var haldið 7. júní síðastliðinn á skotvæðinu. Mættu 7 keppendur til leiks og þar af fjórir frá Skotgrund Skotíþróttafélagi Snæfellsnes. Veður var gott en vindur var nokkuð krefjandi eins og keppendur fengu að finna.

Voru þrír riðlar enda erum við bara með þrjú borð eins og er.

Leikar fóru þannig að Heiða Lára sigraði mótið með 224 stig,  Eyjólfur Sigurðsson var í öðru sæti með 213 stig og Pétur Már var í þriðja sæti með 190 stig.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi í stigaröð:

Úrslit BR50 2018
Nafn Borð Riðill X Samtals Sæti Félag
Heiða Lára Guðmundsdóttir 2 1 3 224 1. Skotgrund
Eyjólfur Sigurðsson 3 3 3 213 2. Skotgrund
Pétur Már Ólafsson 1 2 1 190 3. Skotgrund
Magnús Ragnarsson 3 1 1 189 4. Skyttur
Dagný Rut Kjartansdóttir 1 1 2 161 5. Skotgrund
Stefán Ragnarsson 1 3 1 161 6.  Skyttur
Samúel Guðmundsson 2 2 1 154 7. Skyttur

Sjá frétt á síður Skotgrundar:
http://skotgrund.123.is/blog/2018/06/09/br50-mot-a-hellu/

Vinningshafar BR50 2018 skyttur
Keppendur að fara yfir skífurnar