Góður árangur á Íslandsmóti í loftbyssu

Tveir keppendur frá Skyttum kepptu á Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu þann 6. nóvember síðastliðinn.

Magnús Ragnarsson frá Skyttum lenti í öðru sæti á mótinu með 548 stig

Óðinn Magnússon varð Íslandsmeistari í unglingaflokki karla með 447 stig. Óðinn er 15 ára og nýbyrjaður í greininni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér: https://sti.is/wp-content/uploads/2021/11/2021-AP60-Islmot-6nov.pdf

Óðinn Magnússon
Magnús Ragnarsson