Aðalfundur 14.03.2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Skotíþróttafélagsins Skyttur var haldin að Gunnarsholti þann 14.03.2019

Var fundurinn ágætlega sóttur

Reynir Þorsteinsson var kosin fundarstjóri

Fundarritari var kosinn Magnús Ragnarson

Fundargerð síðasta aðalfundar var lesin

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar

Gerðu formenn nefnda grein fyrir störfum sínum.

Reikningar lagðir fram.

Voru umræður um rafmagnskostnað, kostnað við lagningu vegs og við framkvæmdir á nýju húsi

Voru ársreikningar samþykktir samhljóða.

Samþykkt var samhljóða að ársgjaldið skyldi haldast óbreytt 10.000 kr.

Lagabreyting var lögð fram sem var samþykkt samhljóða.

Stjórnarkosning fór fram. Var sitjandi stjórn kosin áfram.
 

  • Magnús Ragnarsson Formaður
  • Haraldur Gunnar Helgason Varaformaður
  • Bjarki Eiríksson Gjaldkeri
  • Erlingur Snær Loftsson Ritari
  • Kristinn Valur Harðarson Meðstjórnandi
  • Guðmar Jón Tómasson Varamaður
  • Jón Þorsteinsson Varamaður

Var samþykkt á aðalfundi að stofna skyldi sérstaka bogfiminefnd sem skyldi hafa það hlutverk að koma á fót og undirbúa bogfimideild innan félagsins.
Var Sigurmundur Jónsson kosinn í það hlutverk að leiða nefndina.

Samþykkt var að formaður færi á héraðsþing HSK fyrir hönd félagisns.

Undir liðnum önnur mál var rætt um nýtt riffillhús sem stefnt er á að byggja á næsta ári.

Fundi slitið
 

Tegund: 
Dagsetning: 
Fimmtudagur, 14 mars, 2019