Aðalfundur 20.02.2018

Mættir Voru 13 félagsmenn, þar af 5 stjórnarmenn

Fundarstjóri

Fundarstjóri var sjálfkjörinn Magnús formaður

Fundarritari

Fundarritari er ritari

Skýrsla stjórnar
 

Riffilnefnd

Settum batta á 50 m, Til að geta haldið BR50 mót.

Teiknað riffilhús og

Skammbyssunefnd

Voru með ISSC frá hlað sem virkaði einfaldlega ekki.

Nú er komin beretta 22lr skammbyssa sem er hugsuð til æfinga og keppni

Haglanefnd

Sáu um verklegt próf í skotvopnaprófum fyrir austan

Héldu Gæsaskyttuna og sigurvegari hans þetta árið var Jónas Fjalar Kristjánsson

Refanefnd

53 refir veiddust þar er meðtalið Sumar og vetrarveiði.

Samt náðist ekki að fara yfir öll svæði og skal bæta úr því þetta árið.

 

Skýrsla gjaldkera yfir fjárhag félagsins.

 

Umræður um skýrslur, Afgreiðsla Reikninga

 

Skýrsla stjórnar og og reikningar voru bornir upp og þeir samþykktir einhljóða.

Talað var um að pressa á sveitarfélögin með a‘ styrkja okkar starfsemi betur,.

Ákvörðun árgjalds

Ákveðið var a‘ halda árgjaldi óbreyttu.

10.000.-

Var það samþykkt samhljóða.

 

Stjórnarkosning

Öll stjórn gaf kost á sér til áframhaldandi starfa.

Var það samþykkt einhljóða.

Kosning formanna fastanefnda.

Páll Jóhannsson tók við formennsku í Refanefnd.

Aðrir formenn heldú sínum sætum.

Kosning tveggja Endurskoðanda.

Endurskoðendur Eru Þórður freyr Sigurðsson og Atli Haukur Haraldsson.

 

Önnur Mál.

Fulltrúi á Hsk þing. Erlingur Snær bauð sig fram í það. Magnús formaður og Haraldur.

Riffilhús : talað var um að byrja líklega á að steypa fyrir hálfu húsi. Líklega 6 bása.

Þetta opnar mikla möguleika með mótahöld. Menn voru almennt sáttir með stærðina og næsta mál er að leggja inn umsókn til byggingafulltrúa fyrir byggingarleyfi.

Magnús talaði fyrir gerð Gæðahandbókar skotfélagsins. Hann ætlar að ráðast í gerð allavega uppkasti að væntanlegri gæðahandbók.

Unglingastarf:

Allir styrkir byggjast á unglingastarfi. Þess vegna þarf að fara að byrja á að koma því af stað.

Þetta þarf að komast inn í kynningu í skólana.

Ákveðið var að setja óformlega Mótanefnd. Formaður hennar var Settur Erlingur Snær og nefndar menn eru formenn Haglabyssunefndar, riffilnefndar, og skammbyssunefnd.

Talað var um hvernig best sé að halda utanum starfsemina að sumri til. Ekkert kom út úr því, en öllu haldið opnu með það.

Talað var um að það þurfi að fara að virka undlingastarfið, þar liggja möguleikarnir. Fleiri félagsmenn, yngri félagsmenn, meiri styrkir.

Bogfimi-iðkunin.

Talað um að reyna að fá einhvern sem gæti séð um það. Eftirspurnin er mikil, þessu yrði haldið sér frá skotfélaginu. Félagsgjöldin sem kæmu inn vegna bofimi færu mögulega í kaup á búnaði.

 

Riffilbrautir, spurt hvort ekki þurfi að klára manirnar.

Talað um að sækja um umhverfisstyrk til ÍSÍ vegna uppgræslu á svæðinu.

Talað var um veginn, okkur vantar ræsi til að setja á verstu staðina. Einnig þarf að bera grófara efni í veginn. Það þarf að hækka hann upp, sérstaklega fyrsta hlutann. Þar sem uppistaðan í honum er mold og drulla.

Talað var um að hafa opinn dag á skotsvæðinu. Mótanefnd var falið það verkefni.

Við höfum sótt um að fá að halda skotvopnaprófið og verður það líklega gert.

Talað var um að fá nákmskeið í vor í skeet, skammbyssuog jafnvel einhver riffilnámskeið kannski.

 

Fundi slitið

Tegund: 
Dagsetning: 
Þriðjudagur, 20 febrúar, 2018