Stjórnarfundur 31.03.2021

Stjórnarfundur Skyttur 31.03.2021

 

Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund. Fundur haldin rafrænt í gegnum Teams

Mættir eru: Jóhann, Valur Gauti, Magnús.

 

Fundarmál borin upp.

  1. Farið yfir stöðu mála varðandi riffilhúsið. Teikning á lokametrunum og búið að ræða við mögulegan byggingarstjóra ásamt smíðameistara.
  2. Farið yfir tilboð í leirdúfur. Vantar leirdúfur og því þarf að taka eitt bretti fyrir sumarið. Þegar tilboðin liggja fyrir verður lægsta tilboð samþykkt.
  3. Jóhann kynnir afsláttarmiða og sýnir hvernig þeir gætu litið út. Teknir með númerum þannig að auðveldara verður að rekja miðana. Hægt að hafa póstkassa í húsi þannig að hægt sé að setja miðana þangað. Yrðu seldir á opnum kvöldum eða hjá stjórnarmönnum. Ákveðið að kaupa 300 afsláttarmiða með 10 hringjum hver.
  4. Krafa um að félagið sé með sóttvarnarfulltrúa. Lagt til að Bjarki Eiríksson sé sóttvarnarfulltrúi fyrir félagið og það samþykkt.
  5. Farið yfir heimasíðuna. Vandræði verið með að birta myndir en er í vinnslu að laga. Þar eru allar fundargerðir og upplýsingar um félagið. Stefnt að því að bæta meiru efni á síðuna og hafa upplýsingar um riffillhús, nefndir og annað. Miklir möguleikar með síðuna
  6. Vatnsdælan mögulega biluð. Pípari ætlar að skoða hana. Þarf að moka frá brunni, aftengja og taka dælu upp. Reynt að fara í það sem allra fyrst.
  7. Rætt um að fá afslátt í skotfæraverslunum á leirdúfuskotum og öðrum vörum fyrir félagsmenn. Gjaldkeri ætlar að ræða við verslanir.
  8. Fulltrúi á HSK þing 15. Apríl. Magnús Ragnarsson fer, Jóhann og Valur Gauti til vara.
  9. Önnur mál
Dagsetning: 
Fimmtudagur, 1 apríl, 2021