Haglabyssuvellir

Á teikningum fyrir svæðið var gert ráð fyrir að þrír haglabyssuvellir á stærð við skeet velli kæmust fyrir. Núna er þarna einn skeet völlur en í framtíðinni verður bætt við og vellir fyrir aðrar haglagreinar munu vonandi líta dagsins ljós. Svæðið fyrir haglagreinarnar er aðskilið frá kúlubrautunum með hárri jarðvegsmön til þess að tryggja öryggi. Haglavellirnir snúa að auki til norð-austur sem er talin besta stefnan uppá sól að gera í haglagreinum.

Á haglavöllum er notkunn blýskota óheimil!