Öryggisreglur skotprófs

Öryggisreglur skotprófsins

  • Hægt er að falla á skotprófinu sé ekki farið nákvæmlega eftir öryggisreglum. Hluti af því er að ganga til og frá skotstað með óhlaðið skotvopn og þannig að lásinn sé opinn og/eða bolti tekinn úr og/eða ef um lamalás er að ræða á hann að vera opinn.
  • Ef um boltalás er að ræða tekurðu boltann úr rifflinum strax og þú byrjar að koma þér fyrir og setur hann ekki í fyrr en þú ert búinn að horfa í gegnum hlaupið og finna skotskífuna ef þú notar sjónauka.
  • Ef þú skiptir um skotstellingu eftir að próf hefst þarf lásinn að vera opinn.
  • Þegar þú ert búinn að skjóta áttu að kanna hvort skotgeymirinn og skothúsið séu tóm.
  • Þegar gengið er frá skotstaðnum á lásinn að vera opinn og/eða bolti tekinn úr og/eða ef um lamalás er að ræða á hann að vera opinn.
  • Riffilinn á ávallt að meðhöndla þannig að hlaupinu er aldrei beint í láréttri stefnu nema þegar því er beint að skotskífunum. Ef gengið er með riffilinn í láréttri stöðu telst prófið fallið.
  • Þú átt ávallt að meðhöndla skotvopnið á ábyrgan hátt og umgangast það eins og það væri hlaðið.
  • Meðhöndlunin á ávallt að vera þannig að prófdómarinn sé ekki í vafa um hvað þú ert að gera. Ef öryggisreglurnar eru ekki virtar telst prófið fallið óháð því hversu vel skotfimin sjálf tókst