Opið kvöld - sala leirdúfhringja

Opið æfingakvöld 

Opið verður á svæðinu næstkomandi þriðjudagskvöld. Leirdúfuvélarnar eru komnar í lag

Núna er komið nýtt fyrirkomulag varðandi sölu leirdúfuhringja. Munum við selja þá í miðum, og er hægt að kaupa staka hringi, 10 hringja kort eða 25 hringi

Stakur hringur er á 800 kr.
10 hringja kort á 7000 eða 700 kr. hringurinn
25 hringir á 15.000 kr. eða 600 kr. hringurinn

Verða kortin seld á opnum kvöldum eða hægt að nálgast hjá stjórn.

Endilega komið og náið ykkur í miða og takið nokkra hringi í leiðinni á þriðjudaginn

8 jún 2021 - 19:00
Leirdúfuhringir

Grunnur tekinn fyrir riffillhúsi

Laugardaginn 22. maí 2021 var grunnur tekinn fyrir nýju riffillhúsi á skotæfingasvæðinu.

Er þetta stórt skref hjá félaginu til þess að bæta aðstöðu félagsmanna. Mætti nokkur fljöldi til að aðstoða og jafnframt taka til og vinna á svæðinu.

Verða skotborð og hreindýraprófspallur virkur en búast við má raski á starfssemi vallar í sumar að einhverju leyti vegna framkvæmdanna

Munum við flytja fréttir af gangi mála jafnóðum.

Vinnudagur - skóflustunga

Vinnudagur á skotsvæðinu.
Stefnt er að því að taka fyrstu skóflustungu að nýju riffillhúsi, laga riffillvöll, laga og fara yfir leirdúfuvöll og svo almennt viðhald á öllu svæðinu.

Fáum sem flesta á svæðið og gerum það fínt fyrir sumarið og komum öllu í lag.

Viðburður á Facebook:

Vinnudagur - skóflustunga | Facebook

22 maí 2021 - 11:00

Skipt um kóða, viðhald leirdúfuvallar og nýtt riffillhús.

Sæl verið þið

Í dag, 1. maí verður aðgangskóða að svæðinu og félagshúsi skipt út fyrir nýjann kóða. Allir sem hafa greitt árgjöldin hafa fengið hann sendan í tölvupósti.

Enn er unnið að viðhaldi á leirdúfuvélum en við munum uppfæra stöðuna um leið og þær verða komnar í gangið.

Verið er að klára vinnu við byggingaleyfi á nýju riffillhúsi á skotsvæðinu og verður það kynnt betur á næstu dögum.

Stjórnin

Haglavöllur lokaður vegna viðhalds

Vegna viðhalds á leirdúfúkösturum kom bilun í ljós. Verið er að panta varahluti í kastvélina og verður gert við hana um leið og hlutirnir berast. Biðjumst við velvirðingar á þessu og vonum að þetta verði komið í lag sem allra fyrst

Skipt um aðgangskóða 1. maí

Skipt verður um aðgangskóða á hlið og félagshúsi 1. maí næstkomandi.

Félagsmenn sem greitt hafa árgjöld munu fá nýjann aðgangskóða sendann í tölvupósti fyrir þann tíma.
Hafi meðlimir ekki fengið fréttapósta frá félaginu nýlega er möguleiki að það eigi efitr að uppfæra netföng í félagatali. Þeir sem ekki hafa fengið póst mega hafa samband og koma nýju netfangi á okkur.

Mótanefnd tekin til starfa

Ný fastanefnd var skipuð á síðasta aðalfundi sem er mótanefnd.

Ákveðið var að stjórn  mótanefndar yrði formaður hennar sem yrði kosinn á fundi, og svo formenn riffilnefndar, haglanefndar og skammbyssunefndar. Einnig yrði þar formaður bogfiminefndar þegar sú deild tæki til starfa.

Ný verðskrá

Nýtt árgjald var samþykkt á síðasta aðalfundi og verður það sent út á næsta ári en árgjöldin í ár eru þau sömu.

Einnig var verðskrá á leirdúfuvelli hækkuð en hún hefur verið óbreytt frá stofnun félagsins.

https://skyttur.is/verdskra

 

Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2020

Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:

23 mar 2021 - 20:15

Svæðið opið

Skotsvæðið er opið til æfinga. 

Hvatt er til að allir virði persónulegar sóttvarnir og þær reglur sem eru í gildi hverju sinni.

Síður

Subscribe to Skotíþróttafélagið Skyttur RSS