Silhouette

Silhouette skotfimi

Silhouettumótið 2019

Fyrsta innanfélagsmótið hjá Skyttum í Silhouettu.

Keppt verður í flokki randkveiktra riffla, þ.e. á 1/5 skala.

Færin eru 40, 60, 77 og 100 metrar.

Keppt verður í báðum flokkum. Keppt eftir reglum IMMSU

Skráning hér á síðunni

9 júl 2019 - 19:00

Af gefnu tilefni - Silhouettubraut

Af gefnu tilefni skal áréttað að einungis má nota .22LR byssur og skotfæri á Silhouettubrautinni.

Stálmörkin þola ekki öflugri skot og skemmast við það. Séu notið High Velocity skot eða miðkveikt riffilskot þá skemma þau skotmörkin.

Þetta hefur verið merkt á borðið sem er á brautinni og sett inn á facebook.

Stál sighterar sem eru á brautinn eru skemmdir eftir að búið er að skjóta á þá með miðkveiktu hylki.

Því er þetta áréttað þar sem þessi stálskotmörk kosta nokkuð og það er dýrt að þurfa að skipta þeim út.

Silhouette

Silhouette skotíþróttin á rætur að rekja til ársins 1914 í Mexico. Í fyrstu voru lifandi dýr notuð, eins og hænur, kindur svín og kalkúnar og var hvert skot sem blóðgaði dýr talið til stiga. Með tímanum þróaðist þessi grein og var lifandi dýrum skipt út fyrir málmdýr. Hægt er að lesa nánar um sögu silhouette skotíþróttarinnar hérna.

Í dag er þetta vinsæl íþróttagrein og skiptist í nokkra flokka:

Subscribe to RSS - Silhouette