Skotíþróttir

Nýtt Íslandsmet í 300m liggjandi

Nýtt Íslandsmet var slegið í dag í 300 metra liggjandi á Landsmóti sem var haldið í dag á Skotsvæðinu á Geitasandi.
7 keppendur mættu til leiks og var keppt í tveimur riðlum.

Arnfinnur Jónsson var í fyrsta sæti og setti jafnframt nýtt Íslandsmet með 579 stig.

Guðmundur Óskarsson var í öðru sæti með 546 stig
Theodór Kjartansson var í þriðja sæti með 541 stig

A sveit Skotfélags Kópavogs var í fyrsta sæti í sveitakeppni með 1591 stig
A sveit Skotdeildar Keflavíkur var í öðru sæti í sveitakeppni með 1518 stig

50m riffill

50 metra rifflil er ein af greinum alþjóða skotsambandsins (ISSF). Hérna verður bæði fjallað um 50m liggjandi og 50m þrístöðu.

50 Metrar Liggjandi.

Greinin felst í því að skjóta liggjandi 60 skotum á 50 mínútum. Skotkífan er stöðluð. Skotið er með opnum sigtum, notast er við ól og má vera í sérstökum skotjakka ásamt ól til stuðnings. Riffillinn hefur fjóra snertifleti, lófa beggja handa, kinn og öxl. Ekki er heimlit að láta riffilinn hvíla á öðrum stuðningi s.s. tvífæti.

Landsmót í 300 metra riffli.

Í dag var haldið landsmót í 300 metra riffli á skotsvæðinu. Veður var með eindæmum gott og mættu fjórir keppendur til leiks. Gekk mótið vel í alla staði.

Sigurvegari mótsins var Theodór Kjartansson. Í öðru sæti var Hannes Haraldsson og í þriðja sæti var Eiríkur Björnsson.

Fyrir þá sem vilja vita hvernig grein þetta er þá eru skotin 60 skot á 75 mínútum á 300 metra færi. Skotið er úr liggjandi stöðu, með opnum sigtum, svokölluðum díopter sigtum og er skotið fríhendis, en notast er við riffillól, og einnig má nota sérstakan skotklæðnað eins og skothanska og skotjakka.

Subscribe to RSS - Skotíþróttir