Æfing

Æfing á skotsvæðinu.

Æfingakvöld 2019

Skipulagt æfingakvöld í leirdúfu og kúlugreinum. 

Fast opið kvöld í hverri viku þar sem félagsmenn og aðrir geta hist og æft saman, hvort sem er á haglabraut eða kúlubraut.

Öll þriðjudagskvöld frá kl. 19:00 - 22:00 á tímabilinu 04. Júní til 19. ágúst.

Félagsmenn skiptast á að taka að sér að mæta og opna svæðið. Ef enginn er mættur kl. 20:00 og enginn hefur látið vita af komu sinni, áskilja umsjónamenn sér rétt til að yfirgefa svæðið og loka.

4 jún 2019

Æfingakvöld

Æfingakvöld á skotsvæðinu

Skipulagt æfingakvöld í leirdúfu og kúlugreinum. 

Fast opið kvöld í hverri viku þar sem félagsmenn og aðrir geta hist og æft saman, hvort sem er á haglabraut eða kúlubraut.

Öll þriðjudagskvöld frá kl. 18:30 - 21:00 á tímabilinu 15. maí til 14. ágúst.

15 maí 2018

Æfing/kynning 50m riffill

Stefnt er á að vera með æfingu/kynningu á 50m riffli á skotsvæðinu á föstudagskvöldið. Spáin er góð.

Félagið á 22LR. riffla með gatasigtum sem henta vel í þessa skotfimi. Einnig eru allir velkomnir með sinn 22LR riffill til að læra grunntækninga í fríhendis skotfimi. Skotið verður liggjandi og gott er að koma með þunna dýnu, t.d. tjalddýnu til að liggja á.

Sjá fróðleik um 50 metra riffill: http://skyttur.is/50metra-riffill

19 ágú 2016

Æfingakvöld 22.05.2016

Æfingakvöld á skotsvæðinu. Tilvalið að æfa leirdúfuna og taka svo þátt í Skeet-létt sumarmótinu. Einnig er tilvalið fyrir hreindýraskyttur að æfa fyrir skotprófið, en taka þarf skotpróf fyrir 1. júlí ár hvert.

Reglur fyrir Skeet létt sumarmótið eru hér:
http://skyttur.is/skeet-lett-sumarmotid-2016

22 jún 2016

Æfingakvöld

Opið hús í kvöld á skotsvæðinu. Tilvalið að æfa leirdúfuna og taka svo þátt í Skeet-létt sumarmótinu.

Einnig verður í boði að fá leiðbeiningar með riffla fyrir þá sem það þurfa vegna hreindýraskotprófs.

Vonum að við sjáum sem flesta í kvöld

15 jún 2016

Æfingakvöld 11.05.2016

Opið verður á svæðinu til að æfa skeet, taka riffillæfingu, t.d. fyrir hreindýrapróf og svo verður skammbyssa félagsins á svæðinu fyrir áhugasama að prófa uppúr kl. 20.

Skotfélagið á eina ISSC M22 22LR. skammbyssu.

11 maí 2016

Æfingakvöld -fyrsta sumaropnun

Opið er á miðvikudagskvöldum í sumar frá kl. 19:00 til 22:00.

Þetta er fyrsta opna kvöldið fyrir alla til að hittast og koma sér af stað.

Verður leirdúfuvöllurinn opinn og hægt að vera á riffilbraut. 

Tilvalið að hittast, spjalla og skjóta.

Ef enginn er mættur kl. 20:30 geti þó svæðinu verið lokað svo umsjónamenn þurfi ekki að vera þar einir of lengi.

4 maí 2016

Vorhittingur

Ætlum að hittast á skotsvæðinu. Fyrsta opna hús ársins. Ef veður leyfir verður tekinn einn eða tveir hringir, og eða æfing.

Vonumst til að sjá sem flesta

13 apr 2016
Subscribe to RSS - Æfing