PRS mót

PRS mót verður haldið 11. desember hjá skotfélaginu Skyttum Rangárvallasýslu og er mótshaldari PRS skotíþróttasamtökin á Íslandi. Mótið er fyrir félagsmenn PRS og ef þú hefur áhuga á að taka þátt þá er um að gera að skrá sig í félagið á prsiceland@gmail.com (Senda nafn, Heimilisfang, kennitala og símanúmer).

Stefnt er á að þrautirnar verði 6 talsins og fjöldi skota í þraut verði á bilinu 8-12 og fjarlægð skotmarka allt að 500 metrar. Mótagjald er 3500-kr og fer skráning fram á prsiceland@gmail.com (Senda nafn, riffil, kaliber og sjónauka). Mótabókin með lýsingu á þrautunum og reglum PRS verður birt bráðlega.

Dagsetning: 
Laugardagur, 11 desember, 2021 - 11:00 to 16:15
2 days remaining
Staðsetning: 
Skotæfingasvæðið Geitasandi
Geitasandi
851 Hella