Fyrstu laserbyssurnar eru komnar til okkar en tvær aðrar eru væntanlegar í nóvember. Þetta eru vönduð tæki af gerðinni Feinwerkbau og notast þau við RedDot laserbúnað frá fyrirtækinu Disag.
Rifflarnir eru með vönduðu dioptersigtum sem er auðvelt að stilla. Stillanlegan keppnisgikk, ásamt stillanlegum kinnpúða og skepti. Þessar byssur eru hannaðar fyrir yngri kynslóðina og engir virkir hlutir eru í henni annað en gikkur og sigti.
Með byssunum fylgir skotmark á þrífæti sem nemur hvar ljósið lendir og svo lítill þráðlaus skjár sem synir hvar skotið hafnaði og telur stigin. Verður gaman að kynna þetta fyrir krökkunum og leyfa þeim að æfa á nýju byssurnar. Við stefnum á að eignast samtals 6 svona laser riffla.