Merkið

Merkið var hannað af Árna Páli Jóhannssyni, hönnuði og listamanni sem einnig er einn af stofnendum skotfélagsins. Árni átti jafnframt hugmyndina að nafninu. Myndin sýnir eldfjallið Heklu eins og hún blasir við frá skotsvæðinu á geitasandi ásamt því að hefðbundnir skotmarkshringir eru yfir merkinu miðju. Litirnir eru í samræmi við liti Sveitarfélaganna í Rangárþingi. Þannig gefur merkið bæði vel í skyn hvers eðlis þetta íþróttafélag er og einnig tengsl við kennileiti á svæðinu. Ártalið er neðst í merkinu en 2008 ár árið þar sem hugmyndin kviknaði og félagið var stofnað óformlega, en stofnfundur þess var haldin snemma árið 2009. Efst er svo nafn félagisins í stórum stöfum "SKYTTUR". Við erum afar stoltir af þessu flotta merki okkar.