Skotfélagið Skyttur er hluti af héraðssambandinu HSK ( Héraðssamband Skarphéðins ). Þar sem Skotfélagið Skyttur er skotíþróttafélag er það í sérsambandinu STÍ (Skotsamband Íslands). ÍSÍ ( Íþróttasamband Íslands) eru svo yfir þessum íþróttasamböndum.
ISSF er alþjóða skotsambandið og eru nokkrar af þeim íþróttagreinum sem eru undir ISSF ólympískar greinar. Allar greinar ISSF eru viðurkenndar á Íslandi og eru þær undir hatti STÍ eins og skeet og 300 metra riffill.
Önnur alþjóðleg skotsambönd eru til dæmis IMSSU sem er alþjóðaskotsamband um Silhouettu skotfimi.
NSR (Nordic Shooting Region) sem er norðurlanda deils alþjóða skotsambandsins. Það inniheldur fleirri greinar eins og Nordisk Trap sem er þá keppnisgrein undir STÍ sömuleiðis.
IBS (Internationa Benchrest shooters) Alþjóðasamband Benchrest skotfimi.
ERABSF er Evrópska Bechrest skotsambandið
IPCS eru alþjóðasamband í þrautaskotfimi. Þetta samband er viðurkennt í flestur ríkjum heims fyrir utan Ísland ásamt handfylli annara ríkja. Skotgreinar innan þessarar greinar hafa ekki verið viðurkenndar á Íslandi.
FITASC er skotsamband yfir mörgum greinum í sporting haglabyssugreinum eins og stundaðar eru hjá skotfélaginu Skotreyn