Til að reka félag eins og skotíþróttafélög byggjum við mikið á sjálfboðastarfi og styrkjum. Félagið er að byggja upp starfsemi sína og við það þarf nokkuð af sérhæfðum íþróttatækjum eins og byssum, og aðstöðu.
Eftirtalin fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt okkur í uppbyggingu á starfinu og eru öll framlögu, hversu lítil eða mikil sem þau eru mikilvæg til að byggja upp öflugt ungmennastarf og geta boðið uppá góða aðstöðu til skotíþróttaiðkunnar
Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar | Styrkur | Ráðstöfun, annað. |
---|---|---|
Skotfaeri.is | 200.000 | 1 stk laser riffill |
Landsbankinn Hvolsvelli | 100.000 | Fer upp í andvirði laser skammbyssu |
TSU ehf. | 30.000 | Skotskífur og loftskot |
Rangárþing ytra | 400.000 | 2 stk laser rifflar - bjóða húsnæði |
Rangárþing Eystra | 500.000 | 2 stk laser rifflar - bjóða húsnæði |
Einstaklingur 1 | 150.000 | Loftskammbyssa að verðmæti 150.000 |
Ásahreppur | 100.000 | Styrkur fyrir unglingastarfi |
Rannís | 150.000 | Fyrir unglingastarfi í haglagreinum |
HSK | 50.000 | Fyrir unglingnámskeiðum í skotíþróttum. |
Okkur vantar ennþá styrki fyrir loftbyssur, skotjökkum, skotdýnu og skothönskum. Loftskammbyssa kostar um 180.000 og loftriffill um 300.000.
Markmiðið er að eiga 6 laser riffla, tvær laser skammbyssur. Tvær loftskammbyssur og tvo loftriffla. Einnig allan þann búnað sem þarf í kring um þetta eins og áfyllingabúnað fyrir loftbyssur, skotjakka og skotdýnur.