Skotíþróttafélagið Skyttur
Öryggisreglur
-
Allir sem stunda æfingar eða koma á æfingastað hjá félaginu er á eigin ábyrgð gagnvart öryggisreglum.
-
Grunnreglurnar:
-
Allar byssur skulu ávallt vera meðhöndlaðar sem hlaðnar.
-
Alltaf skal beina hlaup í örugga átt.
-
Aldrei skal setja fingur á gikk eða inn fyrir gikkbjörg fyrr en komið er í skotstöðu.
-
Ávalt skal kanna bakland og að brautin sé örugg.
-
Koma skal með byssur í töskum þegar komið er með þær á skotsvæðið.
-
Óheimilt er að hlaða skotvopn fyrr en komið er á skotlínu eða skotstað. Skotmaður skal hafa byssu opna og setja flagg í lás eða þráð í gegnum hlaup þegar hann skilur við hana.
-
Þegar farið er fram fyrir skotlínu, svo sem til að skipta um skotskífur er með öllu óheimilt að handleika eða koma við byssur sem eru á skotlínu og skal tryggt að þær séu óhlaðnar sbr. 4. gr.
-
Aðeins er heimilt að skjóta á viðurkennd skotmörk í viðurkennda skotstefnu.
-
Skylt er að nota heyrnahlífar og öryggisgleraugu á skotsvæði.
-
Þegar tveir eða fleirri eru við æfingar í einu skal skipa æfingastjóra. Æfingastjóri stjórnar skotæfingum og ber ábyrgð á að reglum sé framfylgt og er skotmönnum skylt að hlýða fyrirmælum hans.
-
Aðeins æfingastjóri heimilar skotmanni að taka sér stöðu með byssu, hlaða og skjóta.
-
Ef skotmaður þarf að meðhöndla byssu á einhvern hátt utan skotsvæðis skal fá til þess leyfi æfingarstjóra.
-
Óheimilt er að hafa ólar á haglabyssum sem notaðar eru á leirdúfuvelli.
-
Einungis er heimil notkunn skráðra skotvopna á skotsvæðinu og hverjum skylt að sýna skotvopnaleyfi og/eða félagsskírteini sé þess óskað.
-
Bannað er að skjóta á fugla eða önnur dýr á skotsvæðinu.
-
Öryggisreglur sem ganga lengra í einstaka skotgrein, skulu gilda á viðkomandi æfingu eða keppni.
-
Öll meðferð eða notkun áfengis eða annara vímuefna er stranglega bönnuð á skotsvæðinu.
-
Verði slys skal hringja í 112. Tilkynna skal lögreglu um öll slys sem verða á skotsvæðinu.
-
Brot á reglum þessum getur varðað áminningu, brottrekstri af svæðinu og/eða kæru til lögreglu ef um lögbrot er að ræða.