Til að öðlast byssuleyfi þarf að taka skotvopnanámskeið sem haldið er af Skotvís, en sótt eru um það hjá skotsveiðiskóla Skotvís og hjá lögreglunni. Lögreglan gefur út skotvopnaleyfi en Skotvís sér um námskeiðshald.
Hægt er að öðlast svokallað A leyfi þegar maður er 20 ára. Það gefur réttindi til að eiga haglabyssu sem er einskota, pumpa eða tvíhleypa, ásamt rifflum í hlaupvídd .22LR miðkveikt og loftriffla.
B leyfi er hægt að öðlast eftir að hafa verið með A leyfi í 1 ár. Það gefur leyfi til að eignast riffla í stærri hlaupvíddum með mikveiktum hylkjum ásamt hálfsjálfvirkum haglabyssum.
C leyfi er hægt að öðlast eftir að hafa verið virkur iðkandi hjá skotíþróttafélagi í 1 ár en það gefur leyfi til að eignast loftskammbyssu til íþróttaskotfimi
D leyfi er hægt að öðlast eftir að hafa verið með C leyfi í 2 ár og verið virkur iðkandi hjá skotíþróttafélagi í 2 ár. D leyfi gefur leyfi til að eignas og æfa skotíþróttir með íþróttaskammbyssu (.22lr og stærri) og hálfsjálfvirkum riffli til íþróttaiðkunnar í .22LR