Í nýjum vopnalögum er fjallað um C leyfi til að eiga byssur í C flokki sem eru loftskammbyssur.
Í C-flokk skotvopna falla loftskammbyssur. Ráðherra skal setja í reglugerð ákvæði um hvaða skotvopn falla þar undir.
1. Lögreglustjóra er heimilt að veita einstaklingi sem hefur skotvopnaleyfi og hefur verið virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi í a.m.k. eitt ár skotvopnaréttindi C. Ráðherra er heimilt að setja skilyrði um námskeið og próf sem viðkomandi þarf að hafa lokið og skal ráðherra jafnframt setja í reglugerð ákvæði um skilyrði.
2. Einstaklingur sem er með skotvopnaréttindi C hefur heimild til að nota skotvopn sem falla í C-flokk til íþróttaiðkunar.
3. Lögreglustjóra er heimilt að veita einstaklingi með skotvopnaréttindi C leyfi til að eiga vopn í C-flokki til íþróttaiðkunar.
Ráðuneytið hefur ekki ennþá útbúið viðkomandi reglugerð og því hafa ekki verið gefin út C leyfi ennþá.
Þeir sem hafa stundað æfingar í loftsalnum hjá skotfélaginu í 1 ár ( verði í áskrift) munu getað óskað eftir staðfestingu hjá skotfélaginu um iðkunn. Skotfélagið er með loftskammbyssur sem hægt er að fá til æfinga undir leiðsögn skotstjóra sem eru með D leyfi.