Við viljum minna félagsmenn á þjálfaramenntun ÍSÍ, sérstaklega þá sem hafa áhuga á því að koma að þjálfun hjá okkur.
Við erum byrjuð að reka öflugt Ungmennastarf í skotíþróttum og eitt af okkar leiðarljósi í því starfi er að allir þjálfarar séu með þjálfaramenntun frá ÍSÍ ásamt þjálfaramenntun sérsambandsins okkar, Skotíþróttasamband Ísland (STÍ).
Þannig hvetjum við alla sem hafa áhuga á því að koma að þjálfun í skotíþróttum að ná sér í þessa menntun. Þetta er gott nám og nýtist í allri íþróttaþjálfun og er ein af forkröfum þess að verða þjálfari í skotíþróttum og öðrum íþróttum á Íslandi.
Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjali en skráning fer fram á Sportabler | Vefverslun