Félagið eignaðist nýja æfinga loftskammbyssu af gerðinni Hammerli AP-20 fyrir skemmstu.
Byssan hentar sérstaklega vel yngstu iðkendunum, eða frá 15 ára aldri þar sem þetta er loftbyssa.
Byssan er með stillanlegu skepti í stærðum frá S til L og er hægt að breyta því þannig að það henti fyrir vinstri eða hægri hendi.
Loftkúturinn er nettur og er hægt að láta hann snúa lóðrétt eða lágrétt. Með því að hafa hann lóðrétt er léttara að halda byssunni fyir yngri iðkendur.
Okkur hlakkar til vetrarstarfssins en þetta er önnur loftbyssan sem félagið á, en hin er Feinwerkbau P34 keppnisbyssa með S skepti.
Þessi byssa er keypt hjá Hlað en þeir eru með gott úrval af loftskammbyssum