Í gær komu til okkar þjalfarar frá Norska skotsambandinu að fylgjast með æfingu hjá okkur, en þau eru í heimsókn hér á landi í gegnum @skotkop að kynna sér starfið hér á landi.
Gátu þau gefið okkur mörg góð ráð og skrifuðu einnig niður hluti sem þeim fannst áhugaverðir. Við vorum með æfingar bæði í laser byssum og svo loftbyssum.
Í gær var einnig nýr loftriffill vígður hjá félaginu en hann er af gerðinni Hammerli AR20 og mun koma að góðum notum við kennslu og æfinga í loftriffli. Þetta verkefni er stutt af @rannis_iceland til uppbyggingar á skotíþróttum fyrir börn og unglinga.