Byrjendanámskeið fyrir unglinga í haglagreinum. Ætlað 15-21 ára. Þeir sem verða 15 ára á árinu geta skráð sig.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og verður bæði bóklegt og verklegt. Það samanstendur af fræðslu í formi fyrirlestra um helstu íþróttir eins og skeet og sporting, fræðsla um búnaðinn og svo verklegar æfingar sem bæði felast í þurræfingum og svo að skjóta á leirdúfur undir leiðsögn.
Námskeiðið er 4 skipti, á þriðjudögum og fimmtudögum og byrjar kl. 18:30 til 20:00 á skotíþróttasvæðinu Geitasandi.
Það eru aðeins 6 pláss laus á þessu námskeiði en það er hægt að skrá sig á biðlista sé fullt og þá fá þeir aðilar forgang ef haldið er annað námskeið.
Þáttakendur sem eru undir 18 ára aldri þurfa að koma með undirritað samþykki foreldra.
Arnór Óli Ólafsson er þjálfari á námskeiðinu. Innifalið er lán á byssu, skot og allur öryggisbúnaður.
Dags
Mynd
