Velheppnað bogfiminámskeið var haldið helgina 16.-17. september þar sem Indriði Ragnar Grétarsson kenndi. 12 manns skráðu sig á námskeiðið og var mikil ánægja með það í alla staði. Var námskeiðið haldið í íþróttahúsinu á Hellu.
Er þetta liður í að koma á fót og byggja upp starf í þessar grein í héraðinu en bogfimi hefur ekki verið stunduð á svæðinu hingað til.