Vinnudagur / Tiltektardagur 11. sept

Góð mæting var á vinnudegi/tiltektardegi laugardaginn 11. september.

Mættu um 13 manns og náðist að gera ansi mikið. Tókst að koma öllum lögnum í skurð sem þurfti að setja. Voru settar lagnir að fyrirhuguðu riffillhúsi og að fyrirhuguðum gámi við leirdúfuvöll. Var lagður rafstrengur, vatnslögn, ljósleiðar, bus strengur og svo ídráttarlög á báða staði ásamt lögn að fyrirhuguðum ljósastaur. Þetta mun tryggja að í framtíðinni verði öll mannvirkin vel tengd, og möguleikar á lýsingu svæðis. Eftir að á að ganga frá nokkrum endu og annað en loka má skurðum núna.

Einnig var tekið til á svæðinu og farið með mikið magn af rusli sem var þar búið að safnast upp

Sláturfélag Suðurlands styrkti okkur veglega um grillkjöt og mætti Atli Haukur grillmeistari og grillaði í liðið á milli þess sem hann tók til hendinn ásamt hinum.

Þetta er stórt skref í átt að miklum betrumbótum á svæðinu og þökkum við öllum þeim sem mættu