Aðalfundur 2023
Fundur settur – Bjarki Oddsson fundarstjóri kjörinn
Magnús Ragnarsson les fundargerð aðalfundar 2022.
Ársskýrsla stjórnar 2022:
- Mikil uppbygging í starfi félagsins á árinu. Farið af stað með skipulagt barna- og unglingastarf í loftgreinum ofl.
- Miklar endurbætur á leirdúfuvelli með kauum á nýjum vélum
- Ljós sett á leirdúfuhús
- Sökkull riffilhúss steyptur
- Búnaður til barna- og ungmennastarfs keyptur, þ.á.m. loftrifflar og skammbyssur, laserbyssur
- Leirdúfuvöllur gaf lítið af sér
- Dræm þátttaka m.a. vegna þess að vélar komu seint um sumarið
- Vel heppnað námskeið
- Bygging riffilhúss tók nokkra vinnudaga, hafðist að koma upp sökkli og steypuvinna plötunnar næst á dagskrá.
- ekki hægt að treysta á sjálfboðaliðastarf í frekari uppbyggingu hússins
- Styrkir:
- Fengum samtals um 1,5 m kr sem fór nær eingöngu í uppbyggingu barna- og unglingastarfs
- Keppnisárangur góður, eigum þrjá Íslandsmeistara í nokkrum flokkum.
- Framhaldið:
- Frekari uppbygging barna- og unglingastarfs
- Efling iðkunar á haglavelli
- Áframhaldandi uppbygging riffilhúss
- Frekari aðstaða loftsalar
- Skoða að koma upp haglabyssuvelli
Umræður um skýrslu stjórnar.
Skýrslur nefnda:
Riffilnefnd:
- Lítið gert þar sem aðstaða er ekki í góðu horfi. Verið að vinna við riffilhús. PRS Iceland hefur haldið nokkur mót á vellinum og nýtt hann þannig og skotpróf fyrir hreindýraveiðar verið haldin en aðstaðan ekki góð til þess.
Haglanefnd:
- Sjá umsögn í skýrslu stjórnar
Skammbyssunefnd:
- Lítið að gerast á árinu 2022 en horfir til betri vegar vegna loftgreina.
Mótanefnd:
- Mótin hjá PRS en lítið annað hægt að gera á riffilvelli á meðan engin plata er á svæðinu
- Haglamót engin á árinu vegna dræmrar nýtingar s.l. árs
Bogfimideild:
- Félagið vill auglýsa eftir einstakling til að taka að sér þá deild.
Ársreikningur 2022
Gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir árið 2022.
- Jukum tekjur um næstum því helming vegna styrkja
- Mest vegna barna- og unglingastarfs
- Umræður um ársreikning
- Ársreikningur borinn upp til samþykktar:
- Reikningur samþykktur einróma með lófataki
Tillaga stjórnar að breytingu á árgjaldi
Lagt til að halda árgjaldi í 12.000 kr.
- Samþykkt einróma með lófataki
- Veittur verði 50% afsláttur af félagsgjöldum fyrir sambúðarmaka skráðs félagsmanns
Lagabreytingar
Tillögur hafa borist frá stjórn til lagabreytinga.
Breyting á 4. gr:
- mgr. 4. gr laga mun verða svohljóðandi:
„Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins en gjaldskrá félagsins er ákvarðað af stjórn þess. Einnig verður gjalddagi ekki lengur 15. apríl heldur miðast við skráningardagssetningu félagsmanns.“
Jafnframt verðir 9. gr. liður 9 fjarlægður.
Athugasemd frá Bjarka Oddssyni um að árgjald verði ákveðið á aðalfundi en gjaldskrá af stjórn og þeirri breytingu komið inn í ofangreinda lagabreytingu og verður því:
„Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins sem ákvarðað er á aðalfundi þess. Stjórn mun semja gjaldskrá þess vegna notkunar félagsmanna. Jafnframt mun gjalddagi miðast við skráningardag félagsmanna
Aðalfundur mun eftir sem áður ákvarða félagsgjald hvers starfsárs.“
- mgr. 4. gr. laga mun verða svohljóðandi:
„Nýr félagsmaður skal ekki greiða inntökugjald og ekki árgjald fyrr en á sínu 21. aldursári.“
7. gr. Breyting á að kjósa skal í stjórn og stjórn skipti með sér verkum.
Breytingar lagðar fram til samþykktar:
- Samþykkt einróma með lófataki
Kosning stjórnar
Magnús Ragnarsson kjörinn áframhaldandi formaður.
Sitjandi stjórn endurkjörin og situr áfram í óbreyttri mynd.
Bríet Berndsen og Viðar Guðnason kjörin sem varamenn í stjórn.
Kosning formanna fastanefnda
Arnór Óli Simonsen býður sig fram sem formann haglanefndar og kjörinn einróma með lófataki.
Sitjandi formenn annarra fastanefnda kjörnir til áframhaldandi formennsku;
- Magnús Ragnarsson í skammbyssunefnd
- Viðar Guðnason í riffilnefnd
- Jóhann Þórir Jóhannsson í mótanefnd
- Bjarki Eiríksson í bogfiminefnd
Kosning tveggja endurskoðenda
Aðalmenn:
- Guðni Ragnarsson
- Þórður Freyr Sigurðsson
Varamaður:
- Samúel Jóhann Guðmundsson
Hlé gert á dagskrá
Önnur mál
- M.R. leggur til að breyta fyrirkomulagi á riffil- og haglavöllum á Geitasandi. Formenn nefnda sjái um málefni hvers vallar fyrir sig varðandi vallarstjórn o.þ.h.
- Bygging riffilhússins:
- Verkið hefur tekið mjög langan tíma og erfitt að sjá fram á að húsið rísi nema með aðkomu aðkeyptrar vinnu.
- Óraunhæft að ætla að þetta hafist með sjálfboðavinnunni einni saman.
- Kostar ca. 5 milljónir að fá verktaka til að koma upp grind hússins.
- Hugmyndir ræddar um hvað hægt væri að gera til að klára verkið. Stefnan er sett á að klára plötuna fyrir vorið.
- Rætt um fjármögnunarleiðir.
- Stjórn falið að gera fjármögnunaráætlun og leita tilboða frá verktökum til að byggja húsið.
- Verkið hefur tekið mjög langan tíma og erfitt að sjá fram á að húsið rísi nema með aðkomu aðkeyptrar vinnu.
- Sorpmál á Geitasandi rædd
- Málefni klúbbhúss og skotvalla rædd
- Stilla þarf húsið af en það hefur sigið á vissum stöðum.
- Ýta þyrfti jarðvegi allt í kring um klúbbhúsið
- Mála leirdúfukofa
Fundargerð lesin upp
Engin fleiri mál á dagskrá.
Formaður slítur fundi.