Aðalfundur Skotfélagsins Skyttur
Haldinn 29.03.2016
Lesið yfir frá aðalfundi seinasta árs og hvað var gert og ekki gert.
Farið yfir rekstrarárið og hvað var gert (framkvæmdir)
Nefndir gerðu grein fyrir sínu.
Refanefnd skilaði 57 refum árið 2015
Refaveiðin var dræm veturinn 2016 og haldið að hún yrði verri næsta vetur.
Reikningar lagðir fram .
Æfingatekjur voru alltof lágar þetta árið og var lítið skotið á vellinum í ár.
Lækkaður var rekstrarkostnaður á Heimasíðunni.
Sækja um styrk vegna vegar að svæðinu. Hann var ekki nógu góður eins og hann er núna.
Reikningar Samþykktir
Inntökugjald. Rætt var um hvort það væri ekki barn síns tíma og var samþykkt einhljóða að fella það niður.
Kosið í Stjórn
Magnús er kosinn Formaður aftur. Bjarki er endurkjörinn. Erlingur Snær kosinn ritari.
Haraldur var kosinn varaformaður
Varamenn eru Guðmann og Jón Þ.
Þórður er kosinn til endurskoðunar og varamaður Einar Þór.
Kosning fastanefnda helst óbreytt.
Magnús kosinn yfir Skammbyssunefnd sem er ný nefnd.
Önnur mál
Rætt var um möguleg kaup á Keppnisvestum frá Ísnes
Rætt var um að halda Haglabyssunámskeið (skeet)
Magnús ætlar að halda skammbyssunámskeið á þessu ári fyrir félagsmenn
Setja sér æfingabók þegar þú ert að æfa í staðinn fyrir gestabók
Finna betra kerfi á greiðsluna á vellinum (sundurliða betur)
Á að setja Ristahlið eða við veginn
Hvað á að framkvæma næst, Veg eða Skothús
Stefna á Opinn dag, Fyrst þarf að klára klósettið
Halda kennslu fyrir 10. Bekk hvernig á að umgangast skotvopn
Græða á upp riffilbrautina , hvaða gras hentar best
Rætt um að halda skotæfingu og vinnukvold einu sinni í viku. Manna þarf kvöldin og vaktaplan að liggja fyrir.
Geitasandi 29. Mars 2016