50m liggjandi riffill eða Enskur riffill eins og þessi grein hefur oft kallast á Íslandi er ein af greinum alþjóða skotsambandsins (ISSF). Rétt þýðing er 50 metrar liggjandi og skammstöfununin er FR60PR
Greinin felst í því að skjóta liggjandi 60 skotum á 50 mínútum. Skotkífan er stöðluð. Skotið er með opnum sigtum, notast er við ól og má vera í sérstökum skotjakka ásamt ól til stuðnings. Riffillinn hefur fjóra snertifleti, lófa beggja handa, kinn og öxl. Ekki er heimlit að láta riffilinn hvíla á öðrum stuðningi s.s. tvífæti. Í 50 metra rifflilgreinum er einungis heimilt að nota 22LR.
Greinarnar eru eins bæði í karla og kvennaflokki fyrir utan þyngdartakmarkanir á rifflunum, á alþóðavísu er þó stundum ekki keppt í kvennaflokki í þessari grein t.d. Olympíuleikum, en það er hinsvegar gert hérlendis.
Í 50 metrum liggjandi er skotið 60 skotum á 50 mínútum eða 60 mínútum ef um pappírsskífur er að ræða.
Skífan er minnst 250x250mm. Ysti hringurinn ( 1 sig) er 154,4mm í þvermál og tían er 10,4mm í þvermál. Innri hringur er í tíunni og er hann talinn sem X og ef stigin eru jöfn vinnur sá sem hefur fleirri X'ur. Stigin eru talin í tugabrotum og er hæsta sig fyrir skot 10.9 stig. Þannig er mest hægt að fá 654 stig.
Algengur skotbúnaður í þessari grein er góður og þungur 22LR markriffill með opnum diopter sigtum. Riffillinn má ekki vera þyngri en 8 kg í karlaflokki og 6,5 kg í kvennaflokki. Skot ól sem hægt er að festa við skotmann, skothanski og skotjakki. Einnig er oft notað der og augnleppur.
Þetta hjálpar allt skotmanni að stífa sig til og halda rifflinum stöðugum. Ekki má nota sjónauka á riffillinn né nokkurskonar linsur í sigtunum. Linsur eða gleraugu ásamt ýmsum filterum eru heimilar ef þau eru á skotmanni. Nákvæmar reglur um búnað og þessa grein er að finna í reglum alþjóða skotsambandsins ISSF og er þær að finna á síðunni undir sérsambönd.
Flokkur | FR60PRM - Karlar | FR60PRW - Konur |
---|---|---|
Meistaraflokkur |
615 |
615 |
1. Flokkur | 597 | 597 |
2. Flokkur | 586 | 586 |
3. Flokkur | 565 | 565 |
Hægt að komast í flokka á STÍ mótum. Keppt er í flokkum á Íslandsmeistaramótum. Íslandsmet í 50m liggjandi riffli má finna hér.