Benchrest rimfire eða BR50 er grein sem er nátengd Benchrest skotíþróttinni nema að hún er fyrir riffla í .22LR eða loftriffla.
Í þessari grein er skotið úr .22LR rifflum af borði og úr svokölluðu "resti". Það er stuðningur að framan (fram-rest) og stuðningur að aftan (aftur-rest) Riffillinn má sitja í fram og aftur-resti en hann má ekki vera fastur við það. Fram-rest má aðeins nota á framskeptið og aftur-rest aðeins á afturskeptið. Fram-restið má vera stillanlegt og oftast úr járni með sandpúða. Aftur-rest má vera úr sandfylltum pokum, einum eða fleirri, en það má ekki vera stillanlegt. Riffillinn má ekki vera festur á neinn hátt. Ef rifflinum er lyft upp í lóðrétta stöðu má fram eða aftur- rest ekki lyftast með honum, enda þá verði það vigtað með rifflinum. Allur búnaður, eða lögun riffills sem virkar með öðrum búnaði á þann hátt að riffillinn fari aftur í rétta skotstöðu sjáfkrafa eftir skot er óheimill.
Staðsetja skal riffillinn á skotborðinu þannig að hlaupið fari fram fyrir borðbrún og yfir skotlínu. Lás riffillsins verður þó að vera fyrir aftan skotlínu.
Öll truflum er bönnuð á meðan keppni stendur, bæði frá keppendum og áhorfendum. Símar verða að vera stilltir á hljóðlaust og bannað er að yfirgefa eða mæta á keppnisstandin meðan keppni er í gangi.
Keppendur verða að vera mættir á borðið sitt áður en tíminn byrjar, en eftir að tíminn byrjar er óheimilt að setjast við borð eða yfirgefa það. Þeir sem mæta seint falla úr keppni.
Skotið er 25 skotum á 20 mínútum á skotmark sem hefur einn hring fyrir hvert skot. Skjóta má ótakmörkuðum fjölda skota á sigthera eða sérstaka hringi til að stilla og prófa á meðan keppni stendur.
Ekki er heimilt að setja skot í riffill fyrr en gefin er skipun um að það megi byrja og verður að vera flagg í láshúsi riffills þegar hann er yfirgefin og öllum stundum þegar ekki er verið að keppa.
Þrír flokkar riffla eru í þessari grein:
International sporter:
Riffill sem er ekki þyngri en 3.855 kg með sjónauka. Enginn aukabúnaður má vera á rifflinum en það má breyta gikk og bedda rifflilinn. Sjónaukinn má ekki hafa meiri stækkun en 6.5x og ef hún er breytileg verður að innsigla hana í 6.5x með límbandi fyrir keppni.
Léttur Varmint .22 randkvektur riffill:
Riffill sem er ekki þyngri en 4.762 kg með sjónauka. Hann má vera með öllum aukabúnaði og breyttur að vild. Engin takmörk eru á sjónaukastækkun.
Þungur Varmint .22 randkveiktur riffill:
Riffill sem er ekki þyngri en 6.803 kg með sjónauka. Aðrar takmarkanir eru ekki á honum.
Skotmarkið inniheldur 25 skífur sem skotið er einu skoti á hverja, ásamt 5 "sighterum" sitt hvoru megin en þeir eru til að stilla riffillinn inn sjá ákomu. Má skjóta eins mörgum skotum á þá og menn vilja. Ef skot lendir innan rauða rammans telst það sem skot. Ef fyrsta skot skotmanns lendir innan rauða rammans má hann láta vita og þá getur mótsstjóri merkt það skot svo það verði ekki talið með. Það er bara hægt einusinni. Ef tvö skot koma inn í sama ramman telst lægra stigið. Fyrir hvert skot umfram 25 í rauða rammanum kemur eitt mínus stig. Talið er til stiga í þessari grein.
BR50 skotgreinin er nýlega kominn undir STÍ og gilda reglur alþjóða og evrópusambands um BR50. Reglurnar er að finna hér.