Skeet er ein af þremur haglagreinum alþjóða skotsambandsins ISSF og er keppt í þessari greina á ólympíuleikm ásamt evprópu og heimsmeistaramótum og svo hérlendis á lands og Íslandsmeistaramótum. SK125 stendur fyrir Skeet og það eru skotnar 125 dúfur. Hægt er mest að ná 125 stigum með því að brjóta allar dúfurnar. Er einn "hringur" 25 dúfur og er það svo endurtekið 5 sinnum. Hægt er að stunda skeet frá 15 ára aldri með æfingabyssu skotfélags, eða með eiginn byssu frá 20 ára aldri.
Byssan
Notast er við haglabyssu, annaðhvort tvíhleypu eða hálfsjálfvirka haglabyssu, en þá verður hún að vera þannig útbúin að aðeins komist eitt skot í skotgeymi. Pumpur eru ekki leyfðar. Nota má mest 12 Gauge skot og hámarksþyng hleðslu er 24 gr. Óheimilt er að nota byssu með svokölluðum sleppigikk. Byssan má ekki vera í felulitum og ekki mega vera nein miðunartæki eins og sjálflýsandi mið eða rafmagnsmið sem hjálpað geta til við að leiða leirdúfurnar. Ólar eða bönd mega ekki vera á haglabyssunum.
Skotmarkið
Skotið er á leirdúfu sem er diskur eða skífa úr leirblöndu og er leirdúfan 125mm í þvermál. Er leirdúfunni skotið úr annari eða báðum af tveimur kastvélum sem eru á skeet velli of fara þær eftir nákvæmri fyrirfram ákveðinni flugleið. Skytturnar skjóta svo á þær en farið er á milli 8 mismunandi palla og því er skotið á leirdúfurnar frá 16 mismunandi áttum. Skotið er á staka leirdúfu eða tvöfalt, en þá koma dúfur á sama tíma frá sitthvorum kastaranum. Til að skot telst sem hitt, þarf að brotna úr dúfinni en ekki er nóg að duft sjáist.
Völlurinn
Völlurinn er eins og fyrr segir hálfhringur með 7 pöllum og einn pallur í miðjunni og svo tveimur kasthúsum sem kallast turn og mark. Brjóta þarf dúfun áður en hún fer út fyrir mörk ferilsins og á palli 8 verður að vera búið að brjóta dúfuna áður en hún fer yfir miðjan völl
Flokkur | SK125M - Karlar | SK125W - Konur |
---|---|---|
Meistaraflokkur |
114 |
92 |
1. Flokkur | 105 | 85 |
2. Flokkur | 95 | 80 |
3. Flokkur | 75 | 75 |
Keppendur geta hækkað um flokk á STÍ mótum og keppt er í flokkum á Íslandsmeistaramótum. Íslandsmet í greininni má finna hér.
Öryggisreglur (Þýtt beint úr reglum ISSF)
9.2 Öryggi er gríðarlega mikilvægt
Sjá ISSF General Technical Rules, Rule 6.2.
9.2.1
Öryggi iðkenda, starfsmanna og áhorfenda þarfnast stöðugrar athygli, sérstaklega varðandi meðhöndlun á byssum og þegar ferðast erum völlinn. Það er sterklega mælt með að allir sem vinna fyrir framan og í kringum skotvöllinn séu í vel sýnilegum vestum eða jökkum. Sjálfsagi er nauðsynlegur við alla þætti öryggisins.
9.2.2 Carrying Guns
Til að tryggja öryggi, allar haglabyssur, þótt þær séu tómar þarf að meðhöndla eins og um hlaðnar sé að ræða allan tímann. ( Refsing getur varðar ógildingu keppnisréttar)To ensure safety, all shotguns, even when empty, must be handled with maximum care at all times (penalty - possible DISQUALIFICATION).
a) Hefðbundnar tvíhleypur verða að vera tómar og sýnilega opnar þegar haldið er á þeim;
b) Hálfjálfvirkar haglabyssur þurfa að hafa bolta opinn og vera með öryggisflag í lásnum og hlaup þarf að beinast í örugga átt allan tíma, annaðhvort í jörðina eða upp í himinn;
c) Haglabyssur sem eru ekki notkun þurfa að vera staðsettar í stöndum, læstri tösku, viðhladsvæði eða á öðrum öruggum stað;
d) Allar haglabyssur verða að vera óhlaðnar, nema á skotpalli, og aðeins þá þegar merki eða skipunin "START" hefur verið gefin;
e) Cartridges must not be loaded in the gun until the athlete is standing on the shooting station, facing the traps with the gun pointed towards the target flight area and after the Referee has given permission (Exceptions, see Rule 9.9.2.g);
f) When shooting is interrupted, the gun must be opened and any cartridges or empty cartridge cases must be removed;
g) No athlete may turn from the shooting station before his gun is open and empty;
h) After the last shot and before leaving the range or placing the gun on a rack, armory etc., the athlete must ascertain and the Referee must verify that there are no cartridges or empty cartridge cases in the chamber and/or magazine; and
i) The handling of closed guns is prohibited when operating personnel are forward of the firing line.