Æfingasvæðið

Skotíþróttasvæðið er í landi Landgræðslu ríkissins og er það leigt til langs tíma. Svæðið kallast Geitasandur. stefna kúlubrauta er í norður og leirdúfuvellir stefna í norð-austur. Lengsta kúlubrautin er 500 metra löng. Svæðið var að mestu ógróinn sandur þegar félagið tók það á leigu en núna er búið að græða upp svæðið nokkuð vel og stöðva sandfok að mestu. Áfram verður sáð í svæðið og það gert vistlegra.