PRS mót verður haldið hjá Skyttum í Rangárvallassýslu og er mótshaldari PRS skotíþróttasamtökin á Íslandi.
Mótið hefst kl 10:00 með yfirferð á öryggisreglum og farið í gegnum þrautir sem á að skjóta. Byrjað verður að skjóta eftir yfirferðina. Stefnt er á að þrautirnar verði 6-8 talsins og fjöldi skota í þraut verði á bilinu 8-12 og fjarlægð skotmarka allt að 500 metrar. Miðað er við hámarksfjölda skota 60. Mótabók er gefin út 1-2 vikum fyrir mót með nánari lýsingu á þrautum.
Mótið er opið öllum, en til þess að stigin gildi í íslensku PRS mótaseríunni þarf þátttakandi að vera skráður í PRS skotíþróttasamtök Íslands, eða skrá sig í félagið innan 7 daga frá móti. Mótagjald er 3500-kr og fer skráning fram á prsiceland@gmail.com (Senda nafn, riffil, kaliber og sjónauka).
Nánari upplýsingar má nálgast á prsiceland.is