Stjórnarfundur 12.04.12

Fundargerð

Stjórarfundur 12.4.2012

 

Mætti á fundinn eru:

Guðmar Jón Tómasson

Magnús Ragnarsson

Guðni RK. Vilhjálmsson

Haraldur Gunnar Helgason

Jón Þorsteinsson

Á aðalfundi þan 23.02.2012 var stjórninni falið að fara í könnun á félagshúsi fyrir félagið og sjá um það mál.

Var búið að finna hús sem hentað gat félaginu og voru menn búnir að skoða það og leist vel á. Vitað var að eitthvað viðhald þurfti til þess að skoða það. Var kaupverðið um 2.000.000 kr.

Var rætt um möguleikan á því að fá rafmagn á svæðið en verðið á því er um 850.000 kr. Voru menn sammála um að félagið gæti að eins gert annað hvort í bili og var mikilvægara að fá félagshús á svæðið, enda væri hægt að rækja starfssemi með rafstöð til að byrja með, en án húss væri erfitt að bjóða upp á viðunandi æfingaaðstöðu.

Voru fundarmenn sammála um að kaupa skuli húsið og var Guðmari falið að tala við bankana varðandi fjármögnunarmöguleika til að félagið gæti keypt húsið.

Guðni taldi að hann gæti komið að flutningi á húsinu á svæðið, en hann ætlaði að kanna með krana en húsið er staðsett á svæði Eldhesta milli Selfoss og Hveragerðis.

Rætt var um fyrirhuguð skotpróf og hverjir gætu tekið það að sér, ekki var tekin ákvörðun um það.

Ekki var fleirra rætt á fundinum og fundi slitið.