Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að fá skotvopna og veiðikortanámskeið haldið í Rangárvallarsýslu á þessu ári, annaðhvort að vori eða hausti. Bóklegi hlutinn gæti verið haldinn á Hellu, Hvolsvelli eða í félagsaðstöðu skotfélagsins, og verklegi hlutinn á skotæfingasvæði félagsins á Geitasandi.
Ef næst að safna saman í a.m.k. 10 þáttakendur þá verður hægt að halda námskeið í héraði.
Námskeiðin eru að jafnaði haldi á tveimur tímabilum og eru birt á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust en einnig á að vera hægt að fara beint inn á www.veidikort.is :
· Vornámskeið – frá 24. apríl – 11. júní
· Haustnámskeið – frá 21. ágúst – 1. nóvember.
Því er óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga skrái sig á listann, en hann er eingöngu til að kanna grundvöll fyrir námskeið í héraði á vegum Umhverfisstofnunar. Það þarf að lágmarki 10 þáttakendur sem hafa verið samþykktir af lögreglu til að sækja námskeið og greiða námskeiðsgjöld. Ef ekki næst næg þáttaka verður ekki haldið námskeið hér í héraðinu.
Lágmarksfjöldi þáttakenda verður að liggja fyrir ekki síðar en 18. Janúar. (Smelltu á "Lesa meira" hér á forsíðu)