Silhouette

Silhouette skotíþróttin á rætur að rekja til ársins 1914 í Mexico. Í fyrstu voru lifandi dýr notuð, eins og hænur, kindur svín og kalkúnar og var hvert skot sem blóðgaði dýr talið til stiga. Með tímanum þróaðist þessi grein og var lifandi dýrum skipt út fyrir málmdýr. Hægt er að lesa nánar um sögu silhouette skotíþróttarinnar hérna.

Í dag er þetta vinsæl íþróttagrein og skiptist í nokkra flokka:

  • Stórir rifflar ( Miðkveiktir)
  • Litlir rifflar ( Randkveiktir .22LR)
  • Grófar skammbyssur (Miðkveiktar)
  • Litlar skammbyssur ( Randkveikar .22LR)
  • "Field" skammbyssur

Greinin er undir alþjóðasamtökunum IMSSU sem stendur fyrir International Metalic Silhouette Shooting Uninon og er Silhúetta viðurkennd skotíþróttagrein á Íslandi samkvæmt lögum.

Vinsælasti flokkurinn er án efa litlir rifflar. Þar er skotið á skotmörk á fjarlægðunum 40m, 60m, 77m og 100 metrar. Reglur eru um hvernig riffla má nota og er þær þannig í hnotskurn að riffillinn á að líkjast hefðbundnum veiðiriffli sem mest og vera með sjónauka.

Skotið er á hænur á 40 metur, svín á 60 metrum, kalkún á 77m og hrúta á 100 metrum. Markmiðið er að fella skotmarkið sem er úr stáli í staðlaðri stærð. Á hverju færi eru fimm dýr, og hefur skyttan tvær og hálfa mínútu (2:30) til að skjóta niður fimm dýr á hverju færi fyrir sig. 30 sekúndur eru gefnar til að hlaða inn á milli. Hver riðill skýtur tvisvar sinnum 5 skotum og svo er skipt ef um fleirri skyttur er að ræða en brautir. Samtals er skotið 40 skotum á skotmark, eða tvisvar á hvert færi.

Stig eru gefin á eftirfarandi hátt. X ef skotmark er skotið niður ogef skotmarkið fellur ekki niður. Skotið er í röð frá vinstri til hægri. Ef skotmark er skotið niður, sem ekki var í réttri röð frá hægri, þá er gefið 0 fyrir bæði það sem féll og það sem hefði átt að falla. Þótt skotmarkið hreyfist, en dettur ekki, er gefið 0.

Að jafnaði er skotið standandi.

Það sem gerir þessa íþróttagrein skemmtilega er að ólíkt mörgum greinum sem setja kröfur á keppendur að eiga sérhæfðar byssur og dýran keppnisbúnað, þá byggist þessi grein á því að nota byssu af þeirri gerð sem flestir eiga, lítinn 22.LR riffill. Þetta er líka grein sem er einföld með einföldum reglum. 

Reglurbók fyrir silhouette skotfimi má finna hér

Fyrir neðan má sjá reglur um hvað stærðir léttir rifflar þurfa að uppfylla og einnig hvernig skotmörkin sem eru úr stáli líta út.