PRS mót verður haldið 11. desember hjá skotfélaginu Skyttum Rangárvallasýslu og er mótshaldari PRS skotíþróttasamtökin á Íslandi. Mótið er fyrir félagsmenn PRS og ef þú hefur áhuga á að taka þátt þá er um að gera að skrá sig í félagið á prsiceland@gmail.com (Senda nafn, Heimilisfang, kennitala og símanúmer).
Félagsmót í BR50 skotfimi. Opið öllum
Mótsgjald 1.500 kr.
Reglur: https://skyttur.is/50metra-benchrest
Búnaður: .22lr riffill með sjónauka og rest ( rest eða sandpokar)
Skeet-létt 2018 mótið fór fram á skotsvæðinu í dag í vægast sagt votu veðri. Voru 75 dúfur skotnar í úrhelli og roki en létu skotmenn ekki vosbúðina á sig fá og reyndu að brjóta sem flestar dúfur.
Menn voru mis sáttir með árangurinn en gaman var þó. Það mættu fimm keppendur til leiks að þessu sinni.
BR50 mót var haldið 7. júní síðastliðinn á skotvæðinu. Mættu 7 keppendur til leiks og þar af fjórir frá Skotgrund Skotíþróttafélagi Snæfellsnes. Veður var gott en vindur var nokkuð krefjandi eins og keppendur fengu að finna.
Voru þrír riðlar enda erum við bara með þrjú borð eins og er.
Leikar fóru þannig að Heiða Lára sigraði mótið með 224 stig, Eyjólfur Sigurðsson var í öðru sæti með 213 stig og Pétur Már var í þriðja sæti með 190 stig.