Námskeið á vegum félagsins
Kynning á ungmennastarfi sem fór fram á Laugalandi fimmtudaginn 24. febrúar gekk mjög vel og um 20 krakkar mættu ásamt foreldrum sínum. Voru krakkarnig mjög áhugasöm en ekki síður foreldrarnir. Fengu krakkar 15 ára og eldri að skjóta úr loftbyssum, bæði loftriffli og loftskammbyssu og þau yngri fengu að nota rafútgáfuna af sömu byssum. Vakti þetta mikla lukku og þótti erfitt að hætta. Voru þarna mjög efnilegir krakkar á ferð.