Silhouettumótið 2019 Fyrsta innanfélagsmótið hjá Skyttum í Silhouettu. Keppt verður í flokki randkveiktra riffla, þ.e. á 1/5 skala. Færin eru 40, 60, 77 og 100 metrar. Keppt verður í báðum flokkum. Keppt eftir reglum IMMSU Skráning hér á síðunni
Af gefnu tilefni - Silhouettubraut Af gefnu tilefni skal áréttað að einungis má nota .22LR byssur og skotfæri á Silhouettubrautinni. Stálmörkin þola ekki öflugri skot og skemmast við það. Séu notið High Velocity skot eða miðkveikt riffilskot þá skemma þau skotmörkin. Þetta hefur verið merkt á borðið sem er á brautinni og sett inn á facebook. Stál sighterar sem eru á brautinn eru skemmdir eftir að búið er að skjóta á þá með miðkveiktu hylki. Því er þetta áréttað þar sem þessi stálskotmörk kosta nokkuð og það er dýrt að þurfa að skipta þeim út.