Félagsmót í BR50 skotfimi. Opið öllum
Mótsgjald 1.500 kr.
Reglur: https://skyttur.is/50metra-benchrest
Búnaður: .22lr riffill með sjónauka og rest ( rest eða sandpokar)
BR50 mót var haldið 7. júní síðastliðinn á skotvæðinu. Mættu 7 keppendur til leiks og þar af fjórir frá Skotgrund Skotíþróttafélagi Snæfellsnes. Veður var gott en vindur var nokkuð krefjandi eins og keppendur fengu að finna.
Voru þrír riðlar enda erum við bara með þrjú borð eins og er.
Leikar fóru þannig að Heiða Lára sigraði mótið með 224 stig, Eyjólfur Sigurðsson var í öðru sæti með 213 stig og Pétur Már var í þriðja sæti með 190 stig.
Búið er að bæta 50 metra battana á riffilvellinum og eru núna þrír battar með bakstoppi og vindflöggum. Býður þetta uppá góða aðstöðu fyrir 50m liggjandi riffill og 50BR greinar ásamt fleirru. Næstkomandi þriðjudag verður innanfélagsmót í 50BR þar sem þrír geta keppt í riðli.