ATH kynningu frestað frá 17. febrúar til 24. febrúar 2022
Kynning verður á innanhúss skotíþróttum fyrir börn og unglinga (8-20 ára) í Laugalandsskóla fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19:30.
Munum við vera með kynningu á innanhúsgreinum í skotfimi, loftriffill (AR60) og loftskammbyssu (AP60) en bæði eru ólympískar greinar og æfðar og stundaðar út um allan heim.
Við munum kynna nýja tækni sem býður uppá að hægt er að byrja að æfa og stunda þessar greinar fyrir þá sem eru undir 15 ára. Um er að ræða svokallaðar rafbyssur sem notast við laser og móttakara til að herma eftir loftbyssu. Þeir sem eru orðnir 15 ára geta svo skotið úr loftbyssum. Þessar greinar eru stundaðar á 10 metra færi og reyna á einbeitingu og nákvæmni. Höfum við verið í góðu samstarfi við Skotíþróttafélag Kópavogs sem mun lána okkur búnað til þessarar kynningar.
Þjálfarar eru Magnús Ragnarsson og Viðar Rúnar Guðnason sem munu vera með kynninguna og er ætlunin að kynna þessa íþrótt í Rangárvallarsýslu.
Börn undir 18 ára verða að vera í fylgd með foreldrum/forsjáraðilum eða með undirritað leyfi frá þeim. Skráning í síma 868-0546 eða á skraning@skyttur.is