GæsaSkyttu mótið er innanfélagsmót í haglaskotfimi. Núna styttist í gæsatímabilið og margar gæsaskyttur eru í félaginu. Því setjum við upp keppni þar sem skotið er á 25 dúfur úr turninum af palli 7 (Pallurinn við litla húsið).
Skotið verður í 5 skota lotum, 5 sinnum. Fyrstu þrjú skotin eru úr turni og svo kemur double og þarf að skjóta úr turninum fyrst og svo úr markinu. Allir klára eina lotu og svo byrjar röðin upp á nýtt.
Aðeins má setja eitt skot í byssu í einu fyrir fyrstu þrjú skot og svo tvö fyrir double.
Í fyrstu verðlaun eru 5 pakkar af pro-steel leirdúfuskotum, í önnur verðlaun eru 3 pakkar af pro-steel leirdúfuskotum og í þriðju verðlaun eru 2 pakkar af pro-steel leirdúfuskotum.
Mótsgjald er 2.500 kr og eru allir félagsmenn gjaldgengir.
Skylt er að nota heyrnaskjól og hlífðargleraugu. Aðeins má nota 24 eða 28 gr. stálskot.
Það má mæta í gæsagallanum!
Skráning á mótið er hér fyrir neðan.