Góður árangur hjá Skyttum á landsmóti í loftskammbyssu (AP60) sem var haldið af Skotfélag Kópavogs í Digranesi síðastliðna helgi. Skyttur (SKS) sendu 5 keppendur á mótið:
Jón Ægir Sigmarsson
Magnús Ragnarsson
Emil Kárason
Rúnar Helgi Sigmarsson
Viggó Rósen Guðlaugsson.
A-lið SKS (Jón Ægir, Magnús Ragnarsson og Emil Kárason) unnu bronsið með 1516 stigum en 5 lið kepptu á mótinu.
Magnús og Jón Ægir komust í úrslit (8 efstu) og var keppt í óformlegum úrslitum á mótinu og vann Magnús úrslitakeppnina eftir æsispennandi keppni.
Jón Ægir og Rúnar Helgi skutu sig upp í 3. flokk á mótinu.
Á mótinu var Jórunn Harðardóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur í 1. sæti, Ívar Ragnarsson frá Skotíþróttafélagið Kópavogs í 2. sæti og Jón Þór Sigurðsson frá Skotíþróttafélagi Kópavogs í 3. sæti.
Adam Ingi Höybye Franksson frá Skotíþróttafélagi Kópavogs vann gull í unglingaflokki.
Ljósmyndir: Jóhann A. Kristjánsson
Dags
Tengt Efni
Mynd