Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í drengjaflokki bætti Óðinn Magnússon frá Skyttum eigið Íslandsmet með 566,2 stig og hlaut gullið. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 626,0 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 608,9 stig og þriðji Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 606,2 stig. Í stúlknaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 522,4 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Landsmót
Landsmót Stí í loftgreinum var haldið 04.12.2021 í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.
Mótið hefur verið fellt niður vegna dræmrar þáttöku
Mótið hefst kl. 10:00
Mótsgjald er 4.500 kr.
Skráning fer fram hjá hverju félagi fyrir sig og verður að senda skráningar á STÍ fyrir hádegi 08.08.2017.
Félagsmenn hjá Skotfélaginu Skyttur skrá sig á skraning@skyttur.is
Nýtt Íslandsmet var slegið í dag í 300 metra liggjandi á Landsmóti sem var haldið í dag á Skotsvæðinu á Geitasandi.
7 keppendur mættu til leiks og var keppt í tveimur riðlum.
Arnfinnur Jónsson var í fyrsta sæti og setti jafnframt nýtt Íslandsmet með 579 stig.
Guðmundur Óskarsson var í öðru sæti með 546 stig
Theodór Kjartansson var í þriðja sæti með 541 stig
A sveit Skotfélags Kópavogs var í fyrsta sæti í sveitakeppni með 1591 stig
A sveit Skotdeildar Keflavíkur var í öðru sæti í sveitakeppni með 1518 stig
Landsmót Stí í 300 metra riffli verður haldið á skotsvæði Skotfélagsins Skyttur þann 12. ágúst 2017.
Mótið hefst kl. 10:00
Mótsgjald er 4.500 kr.
Skráning fer fram hjá hverju félagi fyrir sig og verður að senda skráningar á STÍ fyrir hádegi 09.08.2016.
Félagsmenn hjá Skotfélaginu Skyttur skrá sig á skraning@skyttur.is