Skotíþróttafélagið Skyttur átti sex keppendur á landsmóti í loftskammbyssu sem haldið var í Digranesi laugardaginn 18. mars 2023.
Aldrei hefur skotfélagið Skyttur átt fleiri keppendur á móti. Fjórir keppendur voru á sínu fyrsta móti og keppti félagið jafnframt í fyrsta skipti í liðakeppni.
Elín Kristín Ellertsdóttir fékk silfur í stúlknaflokki og skaut 428 stig. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti með glæsilegum árangri. Elín byrjaði að æfa loftbyssu í unglingaflokki í febrúar.