Stjórnarfundur 04.05.2021
Mættir eru: Valur Gauti, Jóhann Þórir, Magnús og Bjarki
Mál á dagsskrá
-
Varahlutir í leirdúfuvélar
-
Búið að panta varahluti í leirdúfuvélar. Verði tæplega 130.000 en í því eru nýjar legur, armar og rafmagnsrofi. Nauðsynlegt að gera vélarnar starfhæfar aftur fyrir sumarið, en þær voru farnar að skjóta mjög illa og óreglulega.
-
-
Skoðun á kaupum á nýjum skeet vélum
-
Stjórn telur mikilvægt að fara að huga að endurnýjun á skeet vélum þar sem vélarnar sem núna eru, eru orðnar rúmlega 30 ára og takmarkað til af varahlutum í þær. Stefnt að skoða þau mál eftir sumarið.
-
-
Staðan á riffill húsinu
-
Kominn er byggingastjóri og búið að finna iðnmeistara fyrir verkinu. Byggingastjóri er að fá tilboð í ábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og ætti byggingaleyfi að liggja fyrir fljótlega svo hægt sé að byrja.
-
-
Stólar gefins
-
Okkur buðust stólar gefist. Stjórn telur það nýtast vel tli að skipta út þeim stólum sem eru fyrir, enda þeir orðnir lúnir.
-
-
Umsókn um styrki vegna leirdúfuvéla
-
Ákveðið var að sækja um styrki hjá sveitarfélögunum vegna ástandsins á leirdúfuvélunum. Óskað eftir styrk að upphæð 600.000 hjá RY, og RE og 300.000 há Ásahrepp.
-
-
Microsoft office365 pakki fyrir félagið.
-
Jóhann Þórir fór og fékk Office365 pakka fá Microsoft ætlað íþróttafélögum og félögum sem eru ekki í gróðastarfssemi (nonprofit). Er félaginu að kostnaðarlausu og nýtist stjórn til að nota skrifstofuhugbúnað og teams hópvinnutæki ásamt umsýslu tölvupóst.
-
-
Vatnsdælan - þarf nánari skoðun.
-
Einar Vignir fékk brunn í styrk til að setja yfir tengin við brunninn. Setti hann niður gekk frá. Þarf nokkra á svæðið til að taka dæluna upp og kíkja betur á hana. Reynt að fara í það í vikunni.
-
-
Nýr kóði á hliði
-
Nýr kóði var settu á hliðið og félagshúsið í vikunni. Var sendur á félagsmenn með tölvupóst.
-
-
Önnur mál
-
Engin önnur mál á dagsskrá
-
Fundi slitið