Stjórnarfundur 12.09.2017
Mættir voru:
Magnús Ragnarsson
Haraldur Gunnar Helgason
Bjarki Eiríksson
Guðmar Jón Tómasson
Einar Þór Jóhannsson fyrir hönd haglanefndar
Uppdráttur að riffilhúsi
Var kynnt drög að teikningu á riffilhúsi fyrir svæðið. Um var að ræða hús um 70-80 m2. 15 metra langt með 6 skotbásum, þá bæði borð og liggjandi bás.
Efniskostnaður með steypu, án allrar vinnu gæti verið í kring um 1.300.000 - 1.600.000 kr. en myndi eflaust hækka. Færi eftir endanlegri hönnun en tekin væru mið af reglum helstu skotgreina við hönnun hússins. Húsið yrði óeinangrað en mögulega með einangruðu dómara herbergi og geymslu.
Skilti við veg - staðan
Búið var að senda erindi á Vegagerðina varðandi skilti við veg, var einnig búið að senda ítrekun en ekkert svar hafi borist. Verður haldið áfram að ýta á eftir málinu.
Skotprófin
Minna tekið af skotprófum í ár en árin á undan. Rúmlega 60 skotpróf. Ein ástæða gæti verið að menn og konur eru að mæta betur undirbúin í prófin sem er gott mál.
Skotvopnanámskeið
Verklegur þáttur var tekin á skotsvæðinu í haust og er unnið að því að svæðið og félagi verði viðurkennt hjá Umhverfissstofnun til að halda verklega hluta og skotvopnanámskeið í framhaldi. Verður vonandi tilbúið fyrir næsta vor.
Verðskrá
Lagt til að farið verði í skoðun á verðskrá félagsins. Sérstaklega þá þætti sem snúa að hópum og þ.h. Engar ákvaðanir teknar.
Uppgræðsla
Rætt um mikilvægi þess að auka í landgræðslu á svæðinu, bæði til að gera það snyrtilegra en einnig uppá skjól með setninu trjáa.
Vallarstjórn - leirdúfuvöllur
Hugmynd formanns um að búa til stöðu Vallarstjóra á leirdúfuvelli. Aðeins rætt en engar ákvarðanir teknar.
Bogfimi
Farið yfir að framundan væri námskeið í bogfim sem skotfélagið kæmi að. Gott að virkja þennan hluta starfsins.
Starfsleyfi
Starfsleyfi fyrir skotsvæðið er í umsagnaferli til 12.10.2017. Að því loknu ætti leyfið að vera gefið út.
Byggingarleyfi - teikningar
Rætt um hvort að teikna ætti upp leirdúfuvöll þar sem þá væri það skilgreint sem fasteign hjá félaginu en ekki lausamunur. Mikil verðmæti eru í því mannvirki.
Geymslugámur
Gámamálin rædd. Allir sammála um mikilvægi þess að hafa góða geymslu á svæðinu til að geta rýmt bygginga og rekstrarvörur úr félagshúsinu. Þarf að steypa undirstöður undir gáminn svo hægt sé að flytja hann á svæðið. Verður farið í það þegar vél fæst á svæðið til að moka
Styrkjamál - Hvar er hægt að ná í peninga
Farið yfir styrkjamál. Mikilvægt að fá styrki til byggingar riffillhúss. Verður farið í vinnu um það í framhaldi.
Gluggalistar og viðhald
Aðeins farið yfir þau verk sem þarf að fara í, í félagshúsinu, en ennþá á eftir að klára gluggalistana og er það mjög mikilvægt að hægt sé að fara í þá vinnu sem fyrst, en gluggarnir leka allir eins og staðan er í dag.
Sorpmál
Aðeins rætt. Þarf að koma betra skipulagi á sorpmálin, og koma upp flokkunartunnum. Við leirdúfuvöll þarf tunnu fyrir pappír og svo patrónu. Í félagshúsi fyrir plast, pappír og svo almennt sorp. Borgarð er fyrir eir, og því mikilvægt að safna skothylkjum saman til að senda í endurvinnslu.
Gæðahandbók
Formaður kom inná hvort ekki ætti að hefja vinnu við gæðahandbók að fyrirmynd Skotíþróttafélags Hafnafjarðar. Rætt um að fara í þá vinnu þegar vinna við teikningu af riffilhúsi væri lokið
Funda á 2 mán fresti?
Formaður lagði til að stjórnarfundur yrði haldin á 2. mánaðar fresti. Samþykkt
Boða til félagsfundar
Samkvæmt lögum félagsins skal boða til félagsfundur á hverju ári. Formaður boðar félagsfund.
Fundi slitið