Stjórnafundur Skotíþróttafélagsins Skyttur 15.11.2022 kl. 20:30 á Teams fjarfundabúnaði
Mættir eru Jóhann Þórir Jóhannsson, Magnús Ragnarsson, Valur Gauti Ragnarsson, Bríet Berndsen
- Bríet Berndsen boðin velkominn á fyrsta stjórnarfundur sem fulltrúi ungmenna.
- Jóhann fer yfir fjárhagsstöðu félagsins. Miðað við framkvæmdir framundan þá er til fyrir sökkul á riffillhúsi og ætti að vera hægt að reka allt út árið. Ekki hægt að fara í fleirri fjarfestingar á þessu ári að svo stöddu miðað við stöðuna. Félagið er að ná að nýta peningana í uppbyggingu.
- Sökkull er langt kominn fyrir steypu og þarf nokkra klukkustundir. Stefnt er að klára sökkul á þessu ári og nota veturinn og vorið til að undirbúa plötuna fyrir sumarið.
- Magnús kynnir haglabyssuhermir sem myndi nýtast í unglingastarfið. Fresta þarf kaupum á honum þar sem ekki er nægt fjármagn til þess núna.
- Fjórar laserbyssur sem eru í pöntun koma ekki fyrr en í febrúar en birgin var að tilkynna okkur um það og setur það krakkaæfingarnar í uppnám. Verður skoðað hvernig það verður leyst.
- Fyrirhugað var að vera með æfingar í 6-9, 10-14 og 15-20 ára eftir áramót.
- Jóhann bendir á að 15 ára afmæli félagsins verður á næsta ára og kannað með viðburði.
- Magnús og Teitur eftir að setja upp rafbúnaði í leirdúfuhúsin við tækifæri
Fundi slitið 21:07