Stjórnarfundur Skyttur 18.6.2024
Mættir eru: Magnús Ragnarsson, Jóhann Þórir Jóhannson, Viðar Rúnar Guðnason, Rakel Rún Karlsdóttir, Valur Gauti Ragnarsson
1. Riffillhús og staða þess
a. Búið er að fá verðtilboð í efni hjá Húsasmiðjunni og Bykó og er tilboðið hjá Byko töluvert lægra. Um er að ræða um 1.5m fyrir allt fyrir utan járn á þakið en einangrun í loftið.
b. Jóhann hefur rætt við smið sem er tilbúinn að taka að sér að reisa húsið í haust á svæðinu
i. Lagt til að Jóhann fari í að semja við smið til að reisa það.
ii. Samþykkt samhljóða.
2. Framkvæmdir á svæðinu
a. Haldinn var vinnudagur fyrir viku. Var félagshúsið rétt af og tröppur lagaðar
i. Leifur til í að loka undir húsinu, heldur að það taki dag. Samþykkt að fá hann það.
b. Arnór, vallarstjóri leirdúfuvallar hefur fengið verð í gröfu og flutning og er það mjög gott verð. Lagt til að það verði samþykkt. Hann stefnir á að plana leirdúfuvelli og moka að félagshúsi.
i. Samþykkt að fá Arnór í að taka þetta að sér.
3. Áheyrnafulltrúi ungmenna.
a. Lagt til að Eva María Ólafsdóttir Kolbeins verði áheyrnafulltrúi ungmenna.
i. Samþykkt samhljóða
4. Erindi lagt fram vegna foreldrahandbókar sem er í vinnslu og kannað með áhuga hjá íþróttafélögum.
a. Skyttur munu taka þátt í verkefninu
5. Rætt um samstarfssamning sem var í vinnslu milli RY og Skyttur. Sveitastjóri lokaði viðræðum sem voru varla hafnar og sendi drögin til samþykktar í sveitastjórn sem samþykkti hann. Stjórn Skytta lýsa yfir vonbrigðum með málsmeðferð og vinnubrögð í þessu máli og hafna að skrifa undir samningin. Bréf hefur verið sent á sveitastjórn og heilsu, æskulýðs og tómstundanefnd RY.
a. Lagt til að Skyttur muni senda ósk um að málið verði tekið upp að nýju af hálfu sveitastjórnar.
6. Biluð laserbyssa og bilað skotmark
a. Lagt til að byssa fari í viðgerð og keypt verði nýtt skotmark.
i. Samþykkt með fyrirvara um að hægt sé að láta senda þau til landsins.
7. Sumarnámskeið
a. Rakel búin að vera með eitt námskeið sem heppnaðist mjög vel
b. Sumarnámskeið fór hægt af stað, ein skráning og því frestað, en þátttakanda boðið að mæta á opin kvöld og skjóta undir leiðsögn skotstjóra sem hann var afar ánægður með.
8. Þjálfaranámskeið ISSF
a. Lagt til að Rakel og Arnór fari á námskeið.
i. Samþykkt
9. Önnur mál
a. Rætt um að fjölga vinnudögum í sumar
b. Ræða um hvernig er best að stöðva sandinn.
c. Hreindýraprófin fara rólega af stað en það má búast við aukningu nær mánaðarmótum.
d. Rætt um að hittast og skipuleggja riffilbrautir og manir.